top of page
202109-water-lily-on-pond.jpg

Frétta tilkynning

Daisaku Ikeda, Heiðurs Forseti Soka Gakkai og Forseti Soka Gakkai International (SGI), lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í Shinjuku, Tokyo, að kvöldi miðvikudagsins 15.nóvember . Hann var 95 ára að aldri.

Ikeda fæddist í Tokyo 2.janúar 1928. Hann var settur sem þriðji forseti Soka Gakkai árið 1960 og leiddi búddistasamtökin í tvo áratugi á miklu vaxtarskeiði í sögu samtakanna og í gegnum alþjóðlega útbreyðslu. Hann varð svo Forseti Soka Gakkai International (SGI) árið 1975 og Heiðursforseti Soka Gakkai 1979. Hann lætur eftir sig konu sína, Kaneko og tvo syni þá Hiromasa og Takahiro.

Soka Gakkai International (SGI) eru samtök búddista með rúmlega 12 milljónir meðlima í 192 löndum og svæðum um allan heim.

 

Fyrir meðlimi SGI er búddismi virk heimspeki sem stuðlar að jákvæðum hugarfarsbreytingum einstaklingsins, hvatningu til sjálfsþroska og  ábyrgðar á eigin lífi. 

Sem leikmenn og „virkir búddistar“ leggja meðlimir SGI sig daglega fram um að þroska með sér trú á lífið, skapa verðmæti við allar kringumstæður og leggja sitt af mörkum fyrir velferð fjölskyldu, vina og samfélagsins.

 

Leiðsögn

,,Það er mikilvægt að sigra, en það er enn mikilvægara að vera ósigraður sama hvað gerist.‘‘

- Daisaku Ikeda, forseti SGI

Megin áherslan í starfsemi SGI felst í að efla
frið, menningu og menntun.

Kynning á SGI (á ensku)
 


 

Um kyrjunina á Nam mjóhó renge kjó (á ensku)

bottom of page