top of page

Búddismi

Uppruni búddismans

Búddismi á uppruna sinn að rekja til Indlands fyrir um 2500 árum. Kenningarnar koma frá Shakyamuni, sem einnig er þekktur undir nafinu Gautama eða Siddhartha. Hann helgaði lífi sínu því að finna leiðina til að frelsa fólk undan þjáningum lífsins og þróa með sér andlegan styrk. Kenningar hans voru seinna skráðar niður í sútrur og fjöldi búddískra skóla spruttu upp þegar kenningar hans breiddust út eftir dauða hans.

 

Lótus sútran, sem er mikils metin innan Mahayana leiðarinnar, breiddist út um austurhluta Asíu. Hún innifelur síðustu kenningar Shakyamuni.

 

Lótus sútran leggur áherslu á leið bódisattva, sem felur í sér að hjálpa öðrum til að öðlast sannan skilning á lífinu og hún lýsir því yfir að allt fólk býr yfir lífsástandi Búdda innra með sér. Nichiren, japanskur munkur,  sem var uppi á 13. öld, uppgötvaði að Lótus sútran birtir á djúpstæðan hátt ásetning Shakyamuni Búdda og samkennd hans fyrir öllu lífi.

Búddísk iðkun

Kjarni búddískrar iðkunar á meðal SGI meðlima er að kyrja orðasambandið ''Nam mjóhó renge kjó'', eða að helga sig Lótus sútrunni. Þetta orðasamband var uppgötvað af japanska munknum Nichiren á 13. öld sem lykilinn að því að þróa með sér lífsástand Búdda.

Að kyrja Nam mjóhó renge kjó gerir fólki kleift að draga fram þeirra ótakmörkuðu möguleika og vekja með sér hugrekki og samkennd til að breyta lífi sínu og búa til jákvæð gildi innan fjölskyldu sinnar, í umhverfi sínu og samfélagi. Meðlimir kyrja vanalega fyrir framan trúartákn sem kallast Gohonson sem er skrínlagt á heimili þeirra.

 

Þessi grunniðkun að kyrja Nam mjóhó renge kjó er svo studd með því að fara með tvo kafla úr Lótus sútrunni ásamt því að fræðast um kenningar búddismans.

 

Annað lykilatriði varðandi iðkunina eru mánaðarlegir umræðufundir sem gera meðlimum og gestum þeirra kleift að deila reynslu sinni í trú og styðja við og læra af öðrum. Iðkun búddisma hvetur til frumkvæði og virkni í samfélaginu. Meðlimir SGI eru virkir á öllum sviðum samfélagsins sem þegnar sem leggja sitt að mörkum til að vinna að betri heimi.
 

 

 

bottom of page