top of page

Nichiren Daishonin

SGI búddistar ástunda kenningar Nichiren Daishonin. Nichiren var búddamunkur sem var uppi í Japan á 13. öld.

 

Kenningar Nichiren gera fólki kleift að draga fram úr lífi sínu visku og lífskraft búddaeðlisins, óháð þeim kringumstæðum sem fólk býr við.
 

Hver einasta manneskja býr yfir krafti til að yfirstíga allar áskoranir, sem lífið kann að færa henni, getur lifað innihaldsríku lífi og haft jákvæð áhrif á umhverfi sitt og samfélagið í heild.

 

 

Í leit að lausn við þjáningum mannsins

Nichiren fæddist í Japan árið 1222, á tímum mikilla þjóðfélagsátaka og náttúruhörmungar. Almenningur í landinu bjó því við miklar þjáningar. Nichiren velti því fyrir sér hvers vegna kenningar búddismans höfðu tapað mætti sínum og voru ófærar um að hjálpa fólkinu til að lifa innhaldsríku og hamingjusömu lífi. Sem ungur prestur hóf hann að leita svara við þeim þjáningum og upplausn sem einkenndu þjóðfélagið á hans tíma.

 

Eftir áralanga og ítarlega leit í fræðum búddismans varð hann sannfærður um að í Lótus sútrunni væri að finna kjarnann í kenningum Búdda um uppljómun hans og þar væri að finna lykilinn að því að umbreyta þjáningum fólks í hamingju og skapa réttlátt og friðsælt þjóðfélag.
 

© 2020 Soka Gakkai International á Íslandi - Laugavegi 178 - sgi(hjá)sgi.is

  • Facebook App Icon
bottom of page