top of page

Lótus sútran

Lótus sútran er almennt talin ein mikilvægasta og áhrifamesta sútra búddismans.
 

Megin boðskapur Lótus sútrunnar er að búddaeðlið, sem er æðsta ástand mannlegrar verur, sé öllum lifandi verum meðfætt. Búddaeðlið er lífsástand óhagganlegrar hamingju, samúðar, visku, og lífskrafts.

 

Með því að styrkja og efla lífsástand búddaeðlisins verður einstaklingurinn færari um að yfirstíga alla þá erfiðleika sem hann mætir í lífinu og nýta hæfileika sína til fullnustu með því að vera virkur þjóðfélagsþegn sem leggjur sitt af mörkum til að bæta samfélagið.

 

Um tvöþúsund árum eftir dauða Shakyamuni setti Nichiren Daishonin, japanskur búddamunkur sem uppi var á 13. öld, þessar djúpstæðu kenningar Lótus sútrunar fram í formi ástundunar, til að gera öllu mönnum fært að birta sitt meðfædda búddaeðli í raunveruleika daglegs lífs.

bottom of page