top of page

Shakyamuni Búdda

Búddismi á rætur að rekja til kenninga Shakyamuni (Siddartha Gautama) sem var uppi á Indlandi fyrir 2.500 árum en hann var upphafsmaður búddismans.

 

Shakyamuni var af konungsættum. Hann afneitaði sinni konunglegu arfleifð og hóf þess í stað andlega leit þar sem hann þráði að finna lausn á þjáningum mannsins. Eftir mikla leit upplifði Shakyamuni, við hugleiðslu, djúpstæða uppljómun eða skilning á lífinu sjálfu og mannlegu eðli.

 

Sögur herma að hann hafi ferðast um Indland í um 40 ár og deilt visku sinni og uppljómun með fólkinu, boðað frið og kennt fólki hvernig það gæti leyst úr læðingi þá stórkostlegu möguleika sem allt líf býr yfir. Hann varð síðar þekktur sem Búdda eða ,,Hinn uppljómaði.”

 

Kenningar hans voru skráðar sem sútrur. Þessar sútrur breiddust út um Asíu og frá þeim eru sprottnar margar mismunandi greinar búddismans sem eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á frið og samúð með öllu lífi.

bottom of page