© 2020 Soka Gakkai International á Íslandi - Laugavegi 178 - sgi(hjá)sgi.is

  • Facebook App Icon

Saga búddismans

Alþjóðasamtökin Soka Gakkai (SGI) eru samtök leikmanna sem iðka búddisma sem á upphaf sitt að rekja til kenninga Shakyamuni (Gautama Búdda). Þessari grein búddismans var haldið á lofti í Indlandi af Nagarjuna og Vasubandhu. Hún barst síðar til Kína og var kennd af T‘ien-t‘ai og Miao-lo. Að endingu kom hún til Japans þar sem Dengyo boðaði hana og að lokum Nichiren Daishonin. 

 

Sú búddíska hefð sem SGI byggir á hefur uppruna sinn í Mahayana búddisma og þá sérstaklega Lótus sútrunni. SGI samtökin taka virkan þátt í samfélaginu í samræmi við þá samkennd og virðingu fyrir öllu lífi sem Lótus sútran kennir.

Shakyamuni

Upphafsmaður búddismans, Shakyamuni, fæddist fyrir 2500 árum inn í konungsfjölskyldu þar sem Nepal er í dag. Skakymuni velti fyrir sér þeim þjáningum sem spretta af elli, sjúkdómum og dauða.

 

Þrátt fyrir að vera ungur og heilsuhraustur á þeim tíma gerði hann sér grein fyrir að þessar þjáningar væru óhjákvæmilegur þáttur í lífi manneskjunnar. Hann afsalaði sér því völdum og hóf andlega leit að heimspeki sem gæti upplýst allar manneskjur um tilganginn með lífinu.

Myndband - Saga búddismans (á ensku)

Shakyamuni lagði bæði stund á hefðbundnar kenningar síns tíma og nýjar kenningar. Hann ástundaði hugleiðslu og íhugaði hver væri grunn orsök þjáninga og hvernig væri hægt að yfirstíga þær. Í gegnum þessa iðkun sína uppljómaðist hann um hið eilífa lögmál sem fyllir allan alheiminn og býr innra með hverjum og einum. Þetta lögmál (Dharma) sem Shakyamuni vaknaði til vitundar um er kjarni búddismans.

 

Shakyamuni gerði sér grein fyrir að fólk þjáðist vegna vanþekkingar um helgi lífsins og vegna þess að það er fast í viðjum langanna og sjálflægni. Hann kenndi að með því að vakna til vitundar um alheimslögmálið gæti maður losað sig úr viðjum hins litla sjálfs og birt sitt sanna eðli eða lífsástand. Hann útskýrði að það væri þessi mikilvægasti eiginleiki manneskjunnar sem gerði henni kleyft að lifa sönnu og virðingarverðu lífi.

 

Markmið hans, var með öðrum orðum, að endurvekja lífsþrótt manneskjunnar og vekja hana til vitundar um óviðjafnanlega virðingu fyrir lífi hvers einstaklings. Þannig gætu þær opnað fyrir óendalega möguleika sína og virkjað sína innri visku. Shakymuni lagði einnig áherslu á að meðvitund um helgi eigins lífs myndi leiða af sér virðingu fyrir lífum annara.    

 

Eftir daga Shakymuni voru kenningar hans skráðar í sútrur. Kjarninn í þeim öllum er samkennd og viska. Þessar sútrur urðu svo grunnurinn að hinum ýmsu greinum búddismans. 

Lótus sútran

Mahayana búddismi á rætur sínar að rekja 500 ár eftir daga Shakyamuni en þá hófst eins konar endurreisnar tímabil búddismans. Á þeim tíma var safnað saman efni í margar nýjar sútrur og Lótus sútran var ein af þeim.

 

Lótus sútran skýrir frá því heiti sem Shakyamuni gaf í órafjarri fortíð um að hækka lífsástand allra lifandi vera svo þær gætu náð sömu uppljómun og hann. Í sútrunni segir að hann hafi uppfyllt heit sitt er hann kenndi Lótus sútruna. Lótus sútran kallar ítrekað eftir því að við framkvæmum út frá samkennd og gerum þannig eilífa von Shakyamuni að veruleika.

Lótus sútran er stórkostlegt bókmenntaverk sem er byggt upp sem samræður á milli Shakyamuni og nemenda hans. Í gegnum þessar samræður lærum við að allt fólk býr yfir lífsástandi Búdda og visku Búdda. Sútran útskýrir að leiðin að uppljómun er fær fyrir allt fólk. Hún útskýrir einnig að kenningar Lótus sútrunnar grundvallast í öllum kenningum Búdda. Og í þriðja lagi kennir hún að á þeim tímum þegar fólk þjáist og er uppfullt af efasemdum og áhyggjum þá ættum við að útbreiða kenningar Lótus sútrunnar á meðal fólksins. Hún veitir von, hugrekki og öryggi. 

 

Lótus sútran fjallar um grundvallarósk manneskjunnar að öðlast óhagganlega hamingju fyrir okkur sjálf og aðra. Hún varpar ljósi á kjarnann í kenningum Shakyamuni. Hvernig við getum hjálpað fólki að yfirstíga þjáningar.

 

Eftir að hafa lagt stund á þessa sútru helguðu Nagarjuna, Vasubandhu, T’ien-t’ai, Miao-lo og Dengyo líf sitt því að gera fólki kleyft að nýta sína óendanlega möguleika, hver í sínu menningarlega samhengi.  

 

Í gegnum aldirnar barst Lótus sútran í gegnum hina ýmsu menningarheima. Í Indlandi voru það Nagarjuna og Vasubandhu sem breiddu út boðskap hennar og kenningar Mahayana búddismans. Í Austur-Asíu á sjöttu og áttundu öld voru það þeir T’ien-t’ai og Miao-lo frá Kína sem skrifuðu um að Lótus sútran væri fremri öðrum sútrum. Á níundu öld kynnti Dengjó kenningar þeirra fyrir Japönum og vann ötulega að því að útbreiða hugmyndina um uppljómun venjulegs fólks, eins og segir í Lótus sútrunni.

 

Á þennan hátt breiddist boðskapur Shakyamuni út.

Nichiren Daishonin

Nichiren, sem var uppi á miklum óróleika og umróta tímum á 13. öld í Japan hafði mikla samkennd með þjáningum fólksins og leitaði leiða til að yfirstíga þær.

 

Hann ásetti sér að verða sannur nemandi Shakymuni sem hafði kennt búddisma sem aðferð til að verða raunverulega hamingjusamur og varpaði ljósi á algjöra virðingu fyrir lífi alls fólks.

Bútur úr ævafornu riti af Lótus sútrunni.
(© International Dunhuang Project /
Wikimedia Commons)

Með því að lesa búddískar sútrur og kenningar fyrirrennara sinna gerði hann sér grein fyrir því að það var Lótus sútran sem gerði fólki kleyft að láta óendanlega möguleika sína blómstra og breyta þannig samfélaginu.

 

Hann var staðráðinn í að skapa friðsamt samfélag og hann lagði allt kapp á að leiða fólk til sannrar hamingju og til sannleikans um helgi lífsins. Þrátt fyrir að verða fyrir miklum ofsóknum og kúgununum valdhafa hætti hann lífi sínu til að hvetja og blása fólki von í brjósti, rétt eins og Lótus sútran kenndi. Hann kom á fót iðkuninni að kyrja Nam mjóhó renge kjó og áletraði trúartáknið sem er þekkt sem Gohonson. Nichiren kenndi iðkun sem byggir á grunnkenningum Lótus sútrunnar og er til þess fallin að öðlast búddatign. Nichiren hafði virðinguna fyrir öllu mannlegu lífi að leiðarljósi allt sitt líf og kenndi að sú virðing ætti að vera kjarninn í mannlegu samfélagi ef við ætlum að koma á friði í heiminum og gera öllu fólki kleyft að lifa hamingjusömu lífi.

Soka Gakkai International (SGI)

Í dag starfa meðlimir SGI í anda Nichiren og byggja starf sitt á kenningum hans. Markmið samtakanna er, í stuttu máli, að útbreiða mannúðarhyggju. Þessi mannúðarhyggja felst í því að leita hamingjunnar fyrir okkur sjálf og aðra og skapa samfélag þar sem traust, gildissköpun og friðsæld eru höfð að leiðarljósi.


Í gegnum daglega iðkun sína yfirstíga meðlimir ýmsar hindranir og með því að kyrja takast þeir á hendur sjálfskoðun og draga fram von, baráttuanda og hugrekki. Þeir tileinka sér einnig gildi mannúðarhyggju og vinna að því að vaxa sem manneskjur. SGI búddistar kalla þetta ferli innri breytinga ,,mannúðarbyltingu.“

Iðkun á búddisma Nichiren lætur sig varða það að nýta sína meðfæddu hæfileika og uppfylla hlutverk okkar sem manneskjur í lífinu. Hvort sem það er innan fjölskyldunnar, í vinnunni eða í samfélaginu. Hún snýst einnig um að taka virkan þátt í að leita lausna við þeim vandamálum sem heiminum stafar ógn af.

 

Meðlimir SGI leggja sig fram við að útbreiða boðskap friðar og hugmyndafræðina um virðingu fyrir helgi lífsins, mannréttindum og umhverfisvernd. Þetta hafa þeir meðal annars gert með því að halda sýningar og ráðstefnur um skaðsemi kjarnorkuvopna og tekið þátt í ýmsu hjálparstarfi. SGI hefur einnig starfað ötulega að því að vekja fólk til vitundar um umhverfisvernd.

Frá sýningu SGI á Íslandi um sjálfbæra þróun í Ráðhúsi Reykjavíkur 2010.