top of page

Búddismi í daglegu lífi

Að skapa gildi

Það að skapa gildi var grundvallarhugsunin í heimspeki Tsunesaburo Makiguchi (1871 – 1944), sem var stofnforseti Soka Gakkai en nafn samtakanna þýðir „samfélag til að skapa gildi“. Þessi einstaka mannúðlega sýn Makiguchi – sem beindi sjónum sínum að hamingju manneskjunnar, ábyrgð og einstaklingsstyrk – lifir áfram í búddískri mannúðarstefnu SGI í dag.

Hugtökin gildi og gildissköpun geta auðveldlega valdið misskilningi, sérstaklega þegar litið er á þau útfrá siðferðislegum viðmiðum. Gildi er eitthvað sem er fólki mikilvægt, þeir hlutir og kringumstæður sem gera tilveru okkar innihaldsríkari. Eins og hugtakið er notað innan SGI er orðið gildi notað fyrir jákvæðar hliðar raunveruleikans sem við drögum fram og eflum þegar við tökumst á skapandi hátt á við áskoranir daglegs lífs.

Gildi er ekki eitthvað sem er utan við okkur, sem við þurfum að uppgötva eða finna; gildi eru ekki heldur fyrirfram tilgreind viðmið sem hægt er að dæma hegðun okkar útfrá. Við getum skapað gildi á hverju augnabliki með því hvernig við bregðumst við umhverfi okkar. Gildi sem við sköpum við hvaða aðstæður sem er geta verið jákvæð eða neikvæð, mikil eða lítil allt eftir því hversu ákveðin við erum og hver stefna okkar er.  

Jafnvel það sem við fyrstu sýn geta virst vera mjög neikvæðar aðstæður eins og t.d. erfitt samband, fjárhagslegir erfiðleikar eða slæmt heilsufar, geta orðið tækifæri til þess að skapa jákvæð gildi. Það að helga líf sitt baráttu fyrir réttlæti getur verið afleiðing þess að hafa verið beittur ranglæti í æsku.

Iðkun okkar á búddisma eykur möguleika okkar á því að taka eftir þessum tækifærum auk þess að gefa okkur lífskraftinn, skynsemina og þrautseigjuna sem þarf til þess að nýta okkur þau. Vegna þess hversu tengd við öll erum og innbyrðis háð hvert öðru munu þau jákvæðu gildi sem við sköpum okkur án efa breiðast út til annarra. Þannig getur það sem byrjaði sem innri ákvörðun eins einstaklings um að breyta sínum kringumstæðum, haft áhrif á, ýtt undir og skapað varanleg gildi innan samfélagsins í heild.

Iðkun okkar á búddisma eykur möguleika okkar á því að taka eftir þessum tækifærum auk þess að gefa okkur lífskraftinn, skynsemina og þrautseigjuna sem þarf til þess að nýta okkur þau. Vegna þess hversu tengd við öll erum og innbyrðis háð hvert öðru munu þau jákvæðu gildi sem við sköpum okkur án efa breiðast út til annarra. Þannig getur það sem byrjaði sem innri ákvörðun eins einstaklings um að breyta sínum kringumstæðum, haft áhrif á, ýtt undir og skapað varanleg gildi innan samfélagsins í heild.

Samskonar þróun frá innra lífi einstaklingsins til samfélagsbreytinga má sjá í kenningum Makiguchi þar sem hann segir að grundvallargildin séu: fegurð, ávinningur og hið góða. Fegurðin stendur fyrir fagurfræðileg gildi, sem eru hin jákvæðu viðbrögð þegar við skynjun eitthvað sem við teljum „fagurt.“ Ávinningur er það sem við sjáum sem ávinning í víðasta samhengi og innifelur, þó það einskorðist ekki við, þau efnislegu gæði sem gera tilveru okkar þægilegri. Það góða er það sem bætir og eflir velferð alls samfélagsins og gerir að betri og réttlátari stað til að lifa í.

Að skapa hamingju

Jafnvel áður en Makiguchi byrjaði að iðka búddisma Nichiren árið 1928 stóð hann í þeirri trú að raunverulegur tilgangur lífsins væri hamingja. Með dýpri skilningi á búddismanum fór Makiguchi að nota orðatiltækið „stórkostlegt líf“ um líf þeirra sem helga sig hinu æðsta gildi sem er velferð alls mannkyns. Það má í raun líta á þetta sem tuttugustu aldar útgáfu af hinni fornu búddísku hugmynd um umhyggjusama bódisattva.

Það er jafnframt mikilvægt að muna það að ólíkt mörgum af samtíðamönnum sínum, hafnaði Makiguchi þeirri hugmynd að „hið helga“ gæti verið gildi í sjálfu sér og hélt því fram að einungis væri hægt að mæla gildi trúarbragða eftir hamingju fólksins. Eða eins og hann skrifaði „Gæti raunverulegur tilgangur trúarbragða í samfélaginu verið nokkur annar en að leysa allt fólk og heiminn undan þjáningu? Er það ekki gildi ávinninga að losa fólk undan þjáningu?  Er það ekki siðferðislegt gildi hins góða að losa heiminn undan þjáningu?’’

Heimspeki gildissköpunar  kallar okkur til verka, eins og við erum, þar sem við erum með hamingju manneskjunnar í huga. Með því að beina kröftum okkar að háleitum markmiðum öðlumst við viskuna og kraftinn sem þarf til þess að móta raunveruleikann og skapa eins mikil gildi á hverju augnabliki og hægt er. Eins og Ikeda segir „lykillinn að því að lifa fullnægðu lífi, án eftirsjár, er að helga sig málstað og markmiði sem er stærra en við.“

[SGI Quarterly, október hefti 2006]

bottom of page